Þráðlaust net fyrir umhverfisskynjara

Með ýmsum nettengdum smátækjum (IoT – Internet of things) er hægt að hafa gætur á umhverfisþáttum í húsum á byggingastigi, til dæmis hita og raka. Tækin hafa innbyggð þröskuldsgildi og senda frá sér viðvaranir ef farið er frá neðri eða efri mörkum. Í því skyni er farin af stað vinna við að koma upp þráðlausu neti til bráðabirgða á byggingastað við Hringbraut en staðsetning skynjara og senda var ákvörðuð með líkönum sem segja til um útbreiðslu netsins.

Gerð líkans fyrir rammgerðar byggingar er lykilatriði til að besta staðsetningar senda og notendatækja á borð við skynjara, sem eru afar smáir og hafa litla sendiorku.