Starfsmenn fagna 20000 rúmmetrum með köku

20.000 rúmmetra áfanga náð

Sá merki áfangi hefur náðst að búið er að leggja niður 20.000 m3 af steypu af um 55.000 m3 sem áætlað er í uppsteypu meðferðarkjarnans. Af því tilefni var starfsfólkinu við smíðina boðið upp á kaffi og hátíðarköku.

Þetta var þakklætisvottur til allra starfsmanna er koma að verkinu á verkstað þ.e. verktakar, verkeftirlit og verkkaupi. Þetta er ein varða af mörgum í þessu stóra verkefni og því var tilvalið að bjóða upp á köku.