
Aðalfundur og málþing um málefni nýs Landspítala
Spítalinn okkar, landssamtök um uppbyggingu nýs Landspítala, hélt aðalfund og málþing þriðjudaginn 31.maí á Nordica hóteli.
Á málþinginu kynnti Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala, nýjustu stöðu byggingaframkvæmda við Hringbraut.
Einnig fluttu erindi Lilja Stefánsdóttir, deildarstjóri Hringbrautarverkefnisins, hjá Landspítala og Nanna Briem forstöðumaður geðþjónustu Landspítala.
Góður rómur var á málþinginu og fróðleg erindi hjá öllum fyrirlesurum.