
Afhending á basaltklæðningu á sjúkrahótelið
Unnið er við lokafrágang á nýju sjúkrahóteli við Hringbraut sem tekið verður í notkun á árinu.
Klæðning hússins er úr basalti sem var afhent í dag frá S.Helgasyni.
Það var framkvæmdastjóri S.Helgason, Brjánn Guðjónsson, sem afhenti basaltið til fulltrúa NLSH, Erlendar Árna Hjálmarssonar og Kristjáns Rafns Harðarsonar sem sinnir verkeftirliti fyrir hönd Verkís.