
Áhugasamir nemendur í arkitektúr frá Listaháskólanum í heimsókn
Nýlega komu í heimsókn nemendur í arkitektúr frá Listaháskólanum í Reykjavík en nemandahópar frá Listaháskólanum hafa heimsótt NLSH á umliðnum árum.
Nemendurnir fengu í byrjun kynningu á framkvæmdaverkefnum NLSH en um kynninguna sá Gísli Georgsson verkefnastjóri hjá NLSH.
Eftir fræðsluerindið var haldið út á framkvæmdasvæðið þar sem verkefnastjórar NLSH, Jóhann G. Gunnarsson og Árni Kristjánsson, sýndu nemendum nýjan meðferðarkjarna og aðrar framkvæmdir á svæðinu.
Að sögn kennara hópsins, Magnúsar Skúlasonar, ríkti almenn ánægja meðal nemenda með heimsóknina.