
Allt á fullri ferð í Hringbrautarverkefninu
Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala, segir að uppbygging nýs húsnæðis við Hringbraut sé á fullri ferð í viðtali við Morgunblaðið þann 13. september og á mbl.is. Stefnt er að því að uppsteypa á meðferðarkjarnanum, stærsta húsinu, hefjst innan tíðar að sögn Gunnars.
„Það gætu verið allt að átta vikur í það þar sem yfirferð er í gangi.“ Á annað hundrað hönnuða og verkefnisstjóra eru við störf á hverjum degi í hönnunar- og undirbúningsverkefnum, að sögn Gunnars, en ÍAV er einnig á lokastigi við frágang lóðaverkefnis og hellulagningu. Fljótlega komi nýr jarðvinnuverktaki inn á svæðið, til þess að fullvinna frágang vinnubúðareitsins.