vinna við bilakjallara

Bílakjallari við meðferðarkjarna nýja Landspítalans -Verkís, Batteríið og T.ark hópurinn með lægsta tilboðið,47% af kostnaðaráætlun

Tilboð hafa verið opnuð hjá Ríkiskaupum í útboði nr. 21329 í fullnaðarhönnun á bílakjallara, sem verður byggður vegna meðferðarkjarna nýs Landspítala. Kostnaðaráætlun verksins er 166.961.700 kr. (án vsk), en tilboð bárust frá eftirtöldum hópum, sem þessi fyrirtæki leiða:

Bílakjallarinn er hugsaður eingöngu sem þjónustustæði fyrir ökutæki sjúklinga, aðstandendur og gesti spítalans. Um er að ræða 200 bílastæði og má líkja honum við bílakjallarann í Hörpunni sem er á tveimur hæðum. Gengið verður beint inn í sjúkrahúsið úr bílakjallaranum í sjálfvirka stiga, lyftur eða göngustiga. Einnig verður byggt á svæðinu 550 stæða bílastæðahús.

Tilboðin

Verkís78.750.00047,17%
Efla93.443.00055,97%
Ferill Verkfræðistofa93.730.00056,14%
Kanon Arkitektar93.800.00056,18%
Mannvit94.150.00056,39%
ASK arkitektar ehf95.900.00057,44%
Yrki arkitektar97.230.00058,23%
VSB verkfræðistofa ehf.111.300.00066,66%
Corpus3 ehf.112.000.00067,08%

Bílakjallarinn er hugsaður eingöngu sem þjónustustæði fyrir ökutæki sjúklinga, aðstandendur og gesti spítalans. Um er að ræða 200 bílastæði og má líkja honum við bílakjallarann í Hörpunni sem er á tveimur hæðum. Gengið verður beint inn í sjúkrahúsið úr bílakjallaranum í sjálfvirka stiga, lyftur eða göngustiga. Einnig verður byggt á svæðinu 550 stæða bílastæðahús.