
Borgarlína um Burknagötu
Hringbrautarverkefnið hefur á síðastliðnum mánuðum staðið fyrir skoðun á deiliskipulagi Landspítalalóðar vegna þarfa og krafna Borgarlínu.
Verkefnið hefur verið unnið með hagsmunaðilum lóðarinnar auk skipulagsskrifstofu Reykjavíkurborgar.
Þann 18. júni var haldinn kynningarfundur á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Spital-hópurinn sem eru deiliskipulagshöfundar Hringbrautarsvæðisins, héldu erindi um afrakstur vinnu varðandi breikkun á Burknagötu og hliðrun bygginga á syðri hluta lóðarinnar til að skapa meira rými fyrir Borgarlínu, ásamt því sem fulltrúi Borgarlínuskrifstofu kynnti umferðargreiningu.
Gert er ráð fyrir að deiliskipulagsbreytingin verði tekin fyrir hjá skipulagsyfirvöldum á næstu vikum.