
BREEAM umhverfisvottun á jarðvinnu við grunn meðferðarkjarna
Gerð hefur verið lokaúttekt á BREEAM umhverfisvottun á grunni meðferðarkjarnans.
Um er að ræða alþjóðlegt vottunarkerfi sem nær til umhverfis- öryggis og vinnuverndar, umhverfisstjórnunar á verkstað, úrgangsstjórnunar og til þátta er varða landnotkun og vistfræði.
Þar sem vinnu við grunn meðferðarkjarnans er nánast lokið fór fram lokaúttekt en ÍAV hefur unnið markvisst að BREEAM kröfum í gegnum verkferlið frá upphafi verksins. Lokaúttektin er hluti af BREEAM fullnaðarvottun meðferðarkjarna.
Verkefnið er unnið í samvinnu FSR, ÍAV, verkfræðistofunnar Eflu og NLSH
Á mynd fulltrúar sem komu að vottuninni.
Helga Jóhanna Bjarnadóttir Efla verkfræðistofa, Bjarma Magnúsdóttir ÍAV, Olga Árnadóttir FSR