Mynd frá Vatnsmýrarveg

Breyting á aksturs- og gönguleið við Vatnsmýrarveg

Vegna yfirstandandi framkvæmda við bílastæða- og tæknishús hefur Vatnsmýrarvegur að hluta til verið þrengdur í eina akrein, og ný umferðaljós sett upp til stjórnunar. Að auki skal bent á að núna er einungis umferð almennings- og neyðarbíla heimil um veginn á þeim kafla.

Greið gönguleið er eftir sem áður á svæðinu en eins og sjá má á mynd með þessari frétt hefur hún verið færð og liggur meðfram girðingunni við byggingasvæðið. Á næstu vikum verður einnig unnið að styrkingu á gönguleiðinni og hún verður öll malbikuð og malarstígur mun hverfa.