
Breyting á inngangi við Barnaspítala við Hringbraut
Vegna framkvæmda við nýbyggingar í Landspítalaþorpinu við Hringbraut verður inngangur Barnaspítala nú færður 50 metra í austurátt eða nánar tiltekið á suðurgafl Kvennadeildar.
Þar er opið kl. 07-22, alla virka daga, og kl. 10-22 um helgar. Utan þess tíma er inngangur á Barnaspítala fyrir gesti og gangandi frá Eiríksgötu.
Allar bráðakomur á Barnaspítala eiga eftir sem áður að koma inn um suðurgaflinn, allan sólarhringinn.
Þessi nýi inngangur verður í notkun fram í febrúar 2019 þegar gamli aðalinngangurinn opnar á nýjan leik.
Nánar á Facebook síðu Landspítala