
Breyting á leiðakerfi Strætó bs vegna lokunar Gömlu Hringbrautar
Vegna framkvæmda við Nýjan Landspítala og lokun Gömlu Hringbrautar 7. janúar næstkomandi munu verða breytingar á leiðakerfi Strætó bs.
Leiðir 1, 3 og 6 munu nota nýjan veg á gatnamótum Gömlu Hringbrautar og Barónsstígs og aka í staðinn inn á Hringbraut. Þetta á við í báðar áttir, til og frá Hlemmi.
Biðstöðvarnar Landspítalinn og BSÍ sameinast í biðstöðina BSÍ/Landspítalinn.
Nánari upplýsingar á vef Strætó bs.