
Deiliskipulagsbreyting vegna bílastæða - og tæknihúss (BT hús)
NLSH hefur sótt um deiliskipulagsbreytingu vegna bílastæða-og tæknihúss (BT hús) sem er hluti af uppbyggingu Nýs Landspítala við Hringbraut.
Breytt deiliskipulag nær til speglunar BT húss sem lækkar til austurs að Hvannargötu í stað vesturs að Fífilsgötu og færslu bílastæða.
Erindið var tekið fyrir í febrúar í skipulags - og samgönguráði Reykjavíkur.
Skipulags - og samgönguráð samþykkti að auglýsa framlagða tillögu og var erindinu vísað til borgarráðs.
Borgarráð samþykkti erindið í byrjun mars 2022 og verður því deiliskipulagsbreytingin auglýst.