mynd af vinnusvaedinu og bilastaedi

Eldhúsverkefnið mikilvægur þáttur í uppbyggingu við Hringbraut

Unnið að heildarskipulagi á húsnæði Landspítala og við undirbúning stoðbygginga á Hringbrautarlóð en nokkur þróunarverkefni eru í gangi, segir Helgi Ingason verkefnastjóri á þróunarsviði NLSH.

Vinna við forathugun fyrir eldhús spítalans er í gangi og stefnt að því að henni ljúki snemma á næsta ári.

Danskir ráðgjafar BKD vinna með NLSH að undirbúningi breytinga á starfsemi eldhússins en verkefnið er unnið í nánu samstarfi við starfsmenn LSH.

Verið er að meta forsendur og þarfir spítalans til framtíðar er varðar alla matarþjónustu. Horft verður til kerfis þar sem litið er til mannauðs og þarfa sjúklinga og starfsmanna, sem eru innan nýrra og eldri bygginga en

BKD hefur mikla reynslu af sambærilegum verkefnum úr dönskum spítalaverkefnum.

Þá segir Helgi að vinna við heildarskipulag húsnæðis spítalans haldi áfram og stefnt sé að því að gera úttekt á sveigjanleika og ástandi húsnæðis spítalans og vinna við að móta það ferli sé langt komin, en þar er stuðst við norska aðferðafræði.