
Félagar í Meistarafélagi húsasmiða skoða framkvæmdir
Nýlega komu félagar í Meistarafélagi húsasmiða í heimsókn. Samkvæmt venju þá hófst heimsóknin á kynningu og að þessu sinni var það Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH sem fræddi gesti um helstu verkefni sem NLSH vinnur að. Að kynningu lokinni var gengið og nýr meðferðarkjarni skoðaður undir stjórn staðarverkfræðinga NLSH Árna Kristjánssonar og Jóhanns G. Gunnarssonar.
„Gestum fannst mikið til koma og þökkuðu sérstaklega fyrir góða kynningu og skoðunarferð,” segir Þorgils Helgason hjá Samtökum iðnaðarins sem stóð að heimsókninni.