
Framleiðendur útveggja á verkstað
Þann 8. maí komu í heimsókn fulltrúar frá Cosentino Scandinavia, GIP-Fassades og KEIL Befestigungstechnik en þau eru framleiðendur kerfisins Dekton sem notað er utan á meðferðarkjarnann ásamt öðrum festingarkerfum.
Gestir fengu kynningu á framkvæmdasverkefnum félagsins hjá Gísla Georgssyni, verkefnastjóra og að kynningu lokinni var gengið um framkvæmdasvæðið undir stjórn Árna Kristjánssonar staðarverkfræðings.
„Heimsóknin var frábær, takk kærlega fyrir höfðingjalegar móttökur og kynningar,” sagði Jóhann Islind fulltrúi fyrirtækjanna hér á landi.