
Framtíðaruppbygging á lóð Landspítala
Björn Zoëga, formaður verkefnastjórnar um betri heilbrigðisþjónustu, segir í viðtali við Morgunblaðið að í heilbrigðiskerfinu sé ekki verið að huga að byggingu nýs sjúkrahúss á öðrum stað.
„Möguleikar til uppbyggingar framtíðaráfanga á lóð Landspítalans ættu að fullnægja þörf fyrir uppbyggingu þjóðarsjúkrahússins næstu 50 árin“, segir Björn.
Tilboð vegna byggingu sjúkrahótels, sem er hluti af fyrsta áfanga nýs Landspítala við Hringbraut, verða opnuð á morgun 22.október.