
Fyrsti hluti sjálfvirks sorp - og lín flutningakerfis í meðferðarkjarna kominn til landsins
Sænski framleiðandinn Envac hefur hafið innflutning á sjálfvirkum flutningskerfum fyrir bæði sorp og lín í meðferðarkjarna. Kerfin munu flytja sorp og lín eftir rörakerfi frá deildum og raða þeim i viðeigandi gáma og flutningsgrindur í sérbyggðu húsi. Kerfin inn í meðferðarkjarna koma í 19 gámum/fletum og verður þeim komið fyrir í bílakjallara undir Sóleyjartorgi, þar til uppsetning á kerfunum hefst 2025.
„Það er mjög ánægjulegt og spennandi að fyrsti hluti innviða í meðferðarkjarnann er kominn til landsins og sjá fyrsta búnaðinn fara í uppsetningu,” segir Jens Hjaltalín Sverrisson, verkefnastjóri hjá NLSH.
