Starfsmaður NLSH að halda fund

Hádegisfundur hjá Verkfræðingafélagi Íslands, kynning á sorp, lín og rörpósti í nýjum Landspítala

Hádegisfundir um framkvæmdir við Nýjan Landspítala eru samstarfsverkefni Verkfræðingafélags Íslands, Endurmenntunar Háskóla Íslands og Hringbrautarverkefnisins.

Fundarefni dagsins var fyrirlestur um hvernig sorp og lín kerfi verður í nýjum spítala ásamt kynning á rörpóstkerfi.

Fyrirlesarar voru Ingólfur Þórisson og Gísli Georgsson verkefnastjórar hjá NLSH.

Upptöku af fundinum má nálgast hér

Á mynd: Gísli Georgsson verkefnastjóri hjá NLSH