
Heilbrigðisráðherra heimilar forval á hönnun rannsóknarhúss Nýs Landspítala
NLSH hélt í gær málstofu um um forval á hönnun nýs rannsóknarhúss sem er hluti af heildaruppbyggingu Hringbrautarverkefnisins.
Á fundinum kom fram að heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, hefur heimilað að fram fari forval á hönnun á nýju rannsóknarhúsi sem er einn mikilvægur hluti af Hringbrautarverkefninu.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra: "Ég hef samþykkt að heimila í samræmi við stjórnsýslu verkefnisins að fram fari forval vegna fullnaðarhönnunar rannsóknarhússins. Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir hefur farið yfir allar áætlanir og forvalsgögn NLSH í samræmi við lög um skipan opinberra framkvæmda.
Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri NLSH: „Staða Hringbrautarverkefnisins er góð. Hönnun nýs meðferðarkjarna gengur vel og senn verður sjúkrahótelið tekið í notkun. Í dag þá tekur við hjá okkur hjá NLSH að auglýsa nú þegar forvalið á hönnun rannsóknarhússins sem mun gerbreyta aðstöðu starfsmanna þegar starfsemi rannsóknarstofa LSH flyst á einn stað. "
Meðal annars fluttu erindi á málstofunni auk ráðherra, Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri NLSH, Jón Atli Benediktsson rektor HÍ, Ásbjörn Jónsson verkefnastjóri NLSH, Helgi Már Halldórsson arkitekt Spítal og Kristín Jónsdóttir frá LSH.