
Heimsókn frá byggingarsviði sveitarfélagsins Upplands Bro í Svíþjóð
Starfsmenn frá bygggingar - og skipulagssviði Upplands Bro sveitarfélagsins í Svíþjóð heimsóttu NLSH í dag.
Tilgangur heimsóknarinnar var að kynna sér Hringbrautarverkefnið.
Ásdís Ingþórsdóttir verkefnastjóri hjá NLSH kynnti verkefnið.
Starfsmenn Upplands Bro vinna að skipulagningu sambærilegra verkefna hjá sveitarfélaginu.