Heimsókn frá finnskum systursamtökum Samtaka iðnaðarins

Nýlega komu í heimsókn fulltrúar frá systursamtökum Samtaka iðnaðarins frá Finnlandi, Rakennus Teollisuus.

Í byrjun dagskrár var kynning Ásdísar Malmquist Ingþórsdóttur, verkefnastjóra á hönnunarsviði, á helstu byggingaverkefnum NLSH og að kynningu lokinni var haldið út á framkvæmdasvæðið þar sem starfsmenn framkvæmdasviðs leiddu hópinn um framkvæmdasvæðið.

„Þetta var mjög vel heppnað allt saman. Í hópnum eru fjórir starfsmenn finnsku samtakanna ásamt 11 manna stjórn þarlendra verktaka. Hópurinn hafði bæði gagn og gaman af heimsókninni og takk fyrir að taka á móti okkur, “ segir Þorgils Helgason viðskiptastjóri á mannvirkjasviði Samtaka iðnaðarins.