
Heimsókn frá VMA
Þann 18.apríl kom hópur frá Verkmenntaskólanum á Akureyri í heimsókn. Um er að ræða nemendur skólans sem eru að læra húsasmíði.
Dagskráin var hefðbundin og hófst á kynningu Gísla Georgssonar, verkefnastjóra, á helstu framkvæmdaverkefnum félagsins. Að þvi loknu var gengið um svæðið undir stjórn Árna Kristjánssonar staðarverkfræðings og Jóhanns G. Gunnarssonar verkefnastjóra.
Nemendurnir voru mjög ánægðir með heimsóknin sem eflaust á eftir að reynast þeim gott veganesti í náminu.