
Heimsókn starfsmanna Nýs Landspítala í sjúkrahótelið
Fyrsta byggingaverkefni Nýs Landspítala var bygging sjúkrahótelsins sem hófst 2016 og lauk í janúar 2019 og hótelið afhent Landspítala.
Hótelið er 75 herbergja og afar glæsilegt og góð reynsla er af rekstri þess.
Starfsmenn Nýs Landspítala þáðu á dögunum boð Sólrúnar Rúnarsdóttur hótelstjóra hótelsins að skoða hótelið og var myndin tekin við það tækifæri.