
Hermun sem hluti af hönnunarferli
Hluti af hönnunarferli nýrra bygginga verkefnisins er að herma ákveðin rými með notendum.
Í hermun er rými eða svæði stillt upp með föstum innréttingum og eftir atvikum búnaði með „leikmynd“ í fullri stærð 1:1. Slíkar hermanir hafa farið fram vegna fjölda rýma í meðferðarkjarna sem hlut af hönnunarferli þess húss. Starfsmenn Blóðbankans hermdu í síðustu viku rými sem tengjast rannsóknum, afgreiðslu og geymslu blóðhluta. Hermunin var til að staðfesta stærð rýma og uppröðun búnaðar með því að máta við þau vinnuferla starfseminnar.
Hermunin gekk vel og var ekki annað að heyra en að starfsmenn bíði spenntir eftir bættri aðstöðu í nýju rannsóknahúsi Landspítala.
Uppsteypa rannsóknarhúss verður boðin út á næstu mánuðum.