
Hönnun á rannsóknahúsi byggir á notendastuddri hönnun
Í frétt Morgunblaðsins frá 17.september kemur fram að hönnun á nýju rannsóknahúsi, þar sem framkvæmdir eru hafnar, byggi á notendastuddri hönnun þar sem fjölmargir starfsmenn Landspítala hafa komið að þeirri vinnu.
Innlendir og erlendir fagaðilar, hönnuðir, vinna svo úr þeirri stefnumörkun sem Landspítali hefur mótað um húsið,“ segir Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH.
Gunnar segir að í ljósi umræðu um hönnun á rannsóknahúsinu þá sé það mikilvægt að það komi fram að NLSH leggi ekki upp byggingu á húsi sem innifelur hönnunargalla.
“Síður en svo og alveg ljóst að í þessu nýja húsi líkt og öðrum í Hringbrautarverkefninu er í fyrirrúmi öryggi og persónuvernd. Vissulega eru í húsinu vinnurými sem eru verkefnamiðuð, en þar með er ekki öll sagan sögð".
Húsið er mjög sveigjanlegt og stendur jafnfætis þeim nýjustu húsum sem verið er að hanna og byggja í Evrópu. Landspítali og starfsmenn þess hafa miðlað í nokkur ár verulegum upplýsingum sem hönnun hússins byggir á“, segir Gunnar.