Hópur tæknifólks frá Þýskalandi

Hópur tæknifólks frá Þýskalandi í heimsókn

Nýlega kom í heimsókn hópur tæknifólks frá Þýskalandi. Um er að ræða sérfræðinga í pípulögnum og loftræsikerfum víða að í Þýskalandi.

Sigríður Sigurðardóttir, sviðsstjóri hönnunarsviðs NLSH, kynnti starfsemi NLSH og að kynningu lokinni var framkvæmdasvæðið skoðað þar sem Erlendur Árni Hjálmarsson verkefnastjóri sýndi gestum um svæðið.

Almenn ánægja ríkti meðal gesta enda haustin fallegur tími til skoðunarferða.