
Hringbrautarverkefnið, nýr spítali allra landsmanna
NLSH hefur gefið út kynningarblað um Hringbrautarverkefnið sem dreift var með Morgunblaðinu í dag.
Þar er rætt við Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins og Sigrúnu Lillie Magnúsdóttur hjá ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélagsins um þá miklu breytingu sem verður fyrir sjúklinga með tilkomu nýs spítala.
Ítarleg umfjöllun er um hönnun nýs meðferðarkjarna og rætt við arkitekta sem vinna að fullnaðarhönnun meðferðarkjarnans.
Óttar Proppé heilbrigðisráðherra er í viðtali þar sem fram kemur að Hringbrautarverkefnið sé lykilverkefni á hans borði.
Fjallað er um notendastudda hönnun í verkefninu og um nýja sjúkrahótelið sem verður tekið í notkun í byrjun næsta árs.
Erling Ásgeirsson, stjórnarformaður, er í viðtali og einnig forstjóri Landspítalans Páll Matthíasson.