Mynd af jarðvinnu við Grensásdeild

Jarðvinna hafin við Grensásdeild Landspítala

Í byrjun janúar hófust framkvæmdir við jarðvinnu við viðbyggingu Grensásdeildar Landspítala.

Það er Óskatak ehf sem sér um jarðvinnuna og NLSH hefur eftirlit með framkvæmdum. Áætlað er að jarðvinnu ljúki í apríl og í framhaldi hefst vinna við uppsteypu á húsinu.

Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki á árinu 2026.