Mynd af utboðinu

Kynning á Hringbrautarverkefninu á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins um verklegar framkvæmdir

Í dag verður haldið Útboðsþing SI 2021, sem er haldið í samstarfi við Félag vinnuvélaeigenda og Mannvirki - félag verktaka.

Á þinginu verða kynnt fyrirhuguð útboð á árinu 2021 á verklegum framkvæmdum.

Þar mun Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH, kynna helstu verkþætti sem fram undan eru í Hringbrautarverkefninu.

Þingið verður í beinu streymi og hefst dagskráin kl. 09.00.

Nánar um fundinn á vef samtakanna

Beint streymi frá fundinum