
Lægsta tilboð í bílakjallara Nýs Landspítala 91% af kostnaðaráætlun
Í dag voru opnuð tilboð í uppsteypu tveggja hæða bílakjallara undir Sóleyjartorgi ásamt tengigöngum sunnan Landspítala. Verkið er liður í uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut. Bílakjallarinn verður staðsettur milli meðferðarkjarna og fyrirhugaðrar byggingar dag-, göngu- og legudeildar Landspítalans austan við torgið, sem er sunnan megin við Gamla Landspítalann. Bílakjallarinn verður á tveimur hæðum og verða þar um 180 bílastæði fyrir þá sem eru að sækja þjónustu eða að koma í heimsóknir. Heildarflatarmál bygginganna er áætlað 7.500 m2. Um var að ræða opið útboð.
Kostnaðaráætlun verkkaupa 1.543.162.114 (100%)
Eykt 2.166.933.211 (140,4%)
ÞG verk 1.409.947.926 (91,4 %)
Tölurnar eru án vsk. og á verðlagi apríl 2023