
Mikið áunnist á árinu við uppsteypu meðferðarkjarna
Góður gangur hefur verið í uppsteypu meðferðarkjarnans.
„Uppsteypa meðferðarkjarnans gekk mjög vel í byrjun desember og var sambærilegur gangur eins og í nóvember, sem var metmánuður í niðurlögn steypu með rúmlega 800m3.
Í kuldakastinu um miðjan mánuðinn og vegna jólafría starfsmanna hefur nokkuð dregið úr niðurlögn steypu í byggingunni.
Uppsteypa tengiganga norðan meðferðarkjarnans hefur verið í fullum gangi, þar sem búið er að steypa stóran hluta af göngum í kjallara. Eins og sjá má á samanburðarmyndum sem teknar eru með árs millibili af uppsteypunni þá hefur byggingin risið hratt á einu ári. Á einu ári er búið að steypa um 21.000 m3,“ segir Árni Kristjánsson staðarverkfræðingur Nýs Landspítala.
