Náms og skoðunarferð til Danmerkur

Nýlega skipulagði hönnunarsvið NLSH náms- og skoðunarferð til Danmerkur. Tilgangur ferðarinnar var að skoða geðdeildir sem byggðar hafa verið á undanförnum árum og var ferðin farin í tengslum við hönnun á nýrri geðdeild við Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk). Í ferðinni var hópur arkitekta sem vinna að hönnun nýbyggingar við SAk og hópur frá sjúkrahúsinu, bæði stjórnendur og starfsfólk geðdeildar SAk. Sigríður Sigurðardóttir og Signý Stefánsdóttir á hönnunarsviði NLSH skipulögðu ferðina og leiddu hópinn. Sjúkrahúsin voru skoðuð í aldursröð og fékk hópurinn þá tækifæri til að sjá ákveðna þróun sem orðið hefur í hönnun geðdeilda í Danmörku. Einnig veitti ferðin tækifæri til notendasamráðs milli hönnuða og notenda.

„ Í ferðinni , sem var afar fróðleg, voru skoðuð þrenn sjúkrahús. Það fyrsta Psykiatrisk Center Nordsjælland í Helsingør sem var hannað af BIG - Bjarke Ingels Group og tekið í notkun 2006. Samdægurs var haldið til Slagelse og skoðað Psykiatrisk Klinik - Slagelse. Sú bygging var hönnuð af Karlsson arkitekter/VLA og tekin í notkun 2015. Síðasti áfangastaðurinn var Vejle á Jótlandi. Þar var skoðað Psykiatrisk Afdeling, Vejle Sygehus sem hannað var af Arkitema og tekið í notkun 2017,"segir Signý Stefánsdóttir, verkefnastjóri hjá NLSH.

Forsíðumyndin sýnir Psykiatrisk Center Nordsjælland - Helsingør.

Mynd frá Psykiatrisk Klinik í Slagelse.

Smelltu á myndina til að stækka

Mynd frá Psykiatrisk Afdeling, Vejle Sygehus

Smelltu á myndina til að stækka