
NLSH í fyrsta sæti í golfmóti Deloitte
24. ágúst síðastliðinn var haldið golfmót á vegum Deloitte með fjölda þátttakenda frá fyrirtækjum og stofnunum.
Fyrirkomulag mótsins var þannig að keppt var í liðum og hvert lið var skipað fulltrúum frá nokkrum fyrirtækjum. Ásbjörn Jónsson var fulltrúi NLSH í keppninni.
Úrslit urðu þannig að sameiginlegt lið frá NLSH, Alvotech og Landsbankanum sigraði í keppninni.
Á myndinni eru sigurvegarar mótsins Guðjón V. Ragnarsson og Sigurjón Þ. Sigurjónsson frá Landsbankanum, Ragna Björk Ólafsdóttir frá Alvotech og Ásbjörn Jónsson frá NLSH.