NLSH með kynningu í rýniferð Verkfræðingafélags Íslands í Istanbúl

Verkfræðingafélag Íslands stóð nýlega fyrir rýniferð fyrir félagsmenn til Istanbúl í Tyrklandi. Alls voru um 170 þátttakendur í ferðinni þar af tveir starfsmenn frá NLSH. Dagskráin var fjölbreytt og má þar nefna skoðunarferð í Tækniháskólann í Istanbúl, þar sem verkfræðistofan Arup hafði skipulagt dagskrá með fyrirlestrum og skoðunarferð. Einn fyrirlesturinn var kynning Sigurjóns Sigurjónssonar, staðarverkfræðings hjá NLSH á framkvæmdum félagsins. Einnig voru fleiri fyrirlestrar svo sem kynning Tryggva Þórs Haraldssonar, fyrrverandi forstjóra RARIK, um stöðu orkumála á Íslandi. Af hálfu heimamanna var fyrirlestur um afleiðingar stórs jarðskjálfta sem varð í Tyrklandi í febrúar 2023 og hvernig brugðist var við miklum skemmdum á byggingum. Í lok ferðar var skoðunarferð í nýlegt listastafn Istanbul Modern þar sem Arup hafði séð um hönnun og eftirlit með framkvæmdum.

„Ferðin var afar vel heppnuð og gaman að vera þátttakandi í þessum hóp og geta nýtt tækifærið til að kynna starfsemi NLSH á þessum vettvangi,“ segir Sigurjón Sigurjónsson frá NLSH.

Smelltu á myndina til að stækka