
Ný akstursleið sunnan við Gamla Spítala
Opnuð hefur verið á Landspítalasvæðinu akstursleið frá austri til vesturs (frá geðdeildarsvæði og að Kringlusvæði/kvennadeild) meðfram suðurhlið Gamla Spítala.
Um er að ræða einstefnugötu og er ekki mögulegt að keyra í austurátt á þessum vegi milli þessara svæða.
Gönguleið frá Barnaspítala og upp með austurhlið kvennadeildar hefur einnig verið opnuð.