
Ný bílastæði við eldhús og rannsóknastofur LSH við Eiríksgötu
Verið er að klára frágang í kringum bílastæðin með þökuvinnu og hellulögn.
Framkvæmdir eru ekki hafnar við gerð hjólaskýlis en sú framkvæmd verður á haustdögum.
Um er að ræða nýtt hjólastæði sem kemur við endann á bílastæðunum.
Bílastæðin eru ætluð fyrir sjúklinga og eru með snjóbræðslukerfi.