mynd af gangandi vegfarendum hja spitalanum

Nýr Landspítali óskar eftir tilboðum vegna framkvæmda við Nýjan Landspítala

Laugardaginn 9.5 er birt auglýsing í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu vegna tilboðsgerðar vegna framkvæmda við Nýjan Landspítala. Um er að ræða framkvæmdir á norðurhluta lóðar sem felast í lóðaframkvæmdum vegna gatna, göngustíga, bílastæða og grænna svæða ásamt jarðvinnu fyrir sjúkrahótelið.

Hægt er að nálgast tilboðsgögn hjá Ríkiskaupum frá og með 12. maí og opnun tilboða verður þann 2. júní næstkomandi.