Nýtt húsnæði Efripóll tekið í notkun

Nýlega var nýtt húsnæði, Efripóll, tekið í notkun á vinnubúðareit. Þar munu starfsmenn EFLU og Cowi Ísland vera með aðsetur.

Cowi Ísland mun sinna verkeftirliti norðan Burknagötu, við meðferðarkjarna og bílakjallara undir Sóleyjartorgi. EFLA mun sinna eftirliti sunnan Burknagötu við rannsóknahús, bílastæða og tæknihús, hús Heilbrigðisvísindasviðs HÍ og tengiganga milli bygginga.

Starfsmenn eru í óða önn að koma sér fyrir og er starfsemin þegar hafin.

Starfsmenn EFLU

Smelltu á myndina til að stækka

Starfsmenn Cowi Ísland

Smelltu á myndina til að stækka