
Öflugir eldri iðnaðarmenn úr Hafnarfirði í heimsókn
Það 29.janúar kom fríður hópur í heimsókn eldri iðnaðarmenn frá Hafnarfirði. Mikill áhugi var í hópnum um framkvæmdaverkefni NLSH þar sem Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri, kynnti þær helstu framkvæmdir sem nú standa yfir. Að kynningu lokinni var gengið víða um framkvæmdasvæðið í fylgd Jóhanns Gunnars Gunnarssonar staðarverkfræðings NLSH.
Þessi hafnfirski hópur sem kom undir forystu Gylfa Sigurðssonar, húsasmíðameistara, byrjaði að hittast reglulega til skrafs og ráðgerða á Trésmíðaverkstæði Gylfa á Hólshrauni á síðasta áratug síðustu aldar. Hópurinn hefur haldið vel saman og hittist reglulega þó að það sé að detta í fjórða áratuginn sem menn hafa náð saman. “Mikið skrafað og teknar stórar sem smáar ákvarðanir um öll heimsins mál” að sögn Gylfa “og ekki má gleyma kaffinu og meðlætinu sem bætir upp stemninguna í þessum trausta vinahóp”. Gylfi vill bæta því við að “þessi heimsókn til NLSH á Hringbraut er með þeim ógleymanlegri, ekki eingöngu framkvæmdin á verkstað heldur líka fyrirlesturinn og tengingar við söguna, því allir hafa átt sínar sögur, hver um sig, í mörg ár með Landspítalanum og gaman að sjá áratuga gamlar myndir með þeim nýju sem boða bjarta framtíð”.
Heimsóknin var mjög vel heppnuð enda mjög áhugasamur hópur um framkvæmdir á svæðinu.