
Opnun tilboða vegna rofabúnaðar
Opnuð hafa verið tilboð vegna rofabúnaðar í nýbyggingar NLSH.
Um er að ræða kaup á rúmlega sextíu 12 kV rofum af þremur mismunandi gerðum.
Eftirtalin tilboð bárust:
Nafn bjóðanda Heildartilboð án VSK Hlutfall af kostnaðaráætlun
Smith & Norland hf. 144.792.029 69,4%
Fálkinn hf. 214.834.394 103,0%
Johann Rönning hf. 224.810.810 107,8%
Reykjafell hf. 251.231.174 120,5%
Heildarfjárhæð með tímagjöldum skv. kostnaðaráætlun kaupanda er 208.500.000,- án vsk.