
Opnun tilboða vegna stækkunar á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi
Í dag voru opnuð tilboð í útboði vegna stækkunar á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi.
Verkið er í formi alverktöku vegna hönnunar, framleiðslu á húseiningum og að reisa nýja matsdeild fyrir bráðamóttöku alls um 700 fermetra.
Í húsnæðinu verða meðal annars 20 legurými, vaktherbergi, lín og lager, fundarherbergi og tengigangur yfir í núverandi byggingu LSH í Fossvogi.
Áætlaður framkvæmdatími er um sex mánuðir frá undirritun samnings og gert er ráð fyrir að samningar við verkkaupa verði gerðir í apríl og verklok í nóvember á þessu ári.
Eftirtalin tilboð bárust:
Nafn bjóðenda: Tilboð án vsk. Hlutfall af kostnaðaráætlun
Verkheimar ehf. 292.939.609 (76%)
Terra Einingar ehf. 375.863.812 (97%)
Sjammi ehf. 516.901.561 (134%)
Þarfaþing.is 530.256.671 (137%)
Inter ehf. 576.114.240 (149%)
Ístak hf . 645.910.005 (167%)
K16 ehf. 768.880.000 (199%)
Kostnaðaráætlun er kr. 387.096.774 án vsk.