
Rekstur bílastæða við Landspítala
Ríkiskaup, fyrir hönd Landspítalans óska eftir tilboðum í rekstur bílastæða spítalans við Hringbraut.
Hlutverk rekstraraðilans verður að sjá um eftirlit og innheimtu á gjaldskyldum bílastæðum við spítalann, ásamt að veita alla þjónustu til viðskiptavina og starfsmanna sem viðkemur bílastæðum í samræmi við útboðslýsingu og tilboðsskrá.
Númer þessa verkefnis er 21697 og útboðsaðili er Landspítali – Innkaupadeild. Skilafrestur er til 20 maí nk kl 13:00 og opnun tilboða er klukkustund síðar þann sama dag.
Nánari upplýsingar eru aðgengilegar rafrænt á eftirfarandi hlekk á Tendsign útboðskerfið.