
Ríkiskaup auglýsir útboð fyrir gáma á vinnubúðareit
Ríkiskaup hafa auglýst fyrir hönd NLSH ohf. eftir tilboðum í verkið: 21251 - Nýr Landspítali við Hringbraut. Gámasvæði – Vinnubúðarreitur. Tilboð verða opnuð 3. september kl. 10:00. Verktaki skal útvega gámaeiningar, reisa og ganga frá að fullu á vinnusvæði. Um er að ræða mötuneytis- og fataaðstöðu ásamt tengigangi þar á milli. Einnig skal verktaki útvega gámaeiningar fyrir móttökuhús, tvö vakthús og reykingahús.