Starfsmenn NLSH og Ístaks

Samningsundirskrift vegna þakvirkis á meðferðarkjarna

Þann 31.5 var skrifað undir samning NLSH við Ístak vegna þakvirkis á meðferðarkjarna.

Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH og Karl Andreassen forstjóri Ístaks undirrituðu samninginn.

Á mynd frá vinstri: Árni Kristjánsson staðarverkfræðingur NLSH, Ásbjörn Jónsson sviðsstjóri framkvæmda NLSH, Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri NLSH, Karl Andreassen forstjóri Ístaks og Gísli H. Guðmundsson framkvæmdastjóri bygginga Ístaks.