
Segir framkvæmdir við byggingu nýs Landspítala hefjast á þessu kjörtímabili
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir framkvæmdir við byggingu nýs Landspítala hefjast á þessu kjörtímabili. Hann segir jafnframt að húsakostur Landspítala sé orðinn úreltur og svari ekki
Segir framkvæmdir við byggingu nýs Landspítala hefjast á þessu kjörtímabili
Hann segir það öllum ljóst að húsakostur Landspítalans sé að mörgu leyti úreltur og svari ekki kröfum nútímans. Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram hér á Grand Hóteli í dag en hann hófst á ræðu Bjarna Benediktssonar og kom hann víða við. Hann sagði Ísland vera komið upp úr öldudal kreppunnar og það væri hafin ný sókn í efnahagsmálum þjóðarinnar. Þá sagði hann tíðinda að vænta varðandi afnám gjaldeyrishafta.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins:
„Eftir því sem að þessari vinnu vindur fram, þá get ég sagt ykkur það, þar sem ég stend hér góðu félagar, ég hef aldrei verið jafn sannfærður eins og í dag að við munum ná markverðum árangri á næstu mánuðum í þessum málum.“
Þá sagði Bjarni að ríkisstjórnin hefði forgangsraðað í þágu heilbrigðismála og myndi gera það áfram.
Bjarni Benediktsson: „Það er til dæmis öllum ljóst, hvað húsnæði Landspítalans varðar, að það er að mörgu leyti úrelt og svarar ekki kröfum nútímans.“