
Sex umsóknir bárust
Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að sex umsóknir hafi borist í forvali fyrir hönnun nýrrar byggingar við Landspítalann. Annars vegar er um að ræða forval fyrir hönnun sjúkrahótels og bílastæðahúss og hins vegar fyrir hönnun meðferðarkjarna og rannsóknarhúss
Fréttina má sjá hér:
Sex umsóknir bárust forvali fyrir hönnun nýrrar byggingar við Landspítalann sem hófst hjá Ríkiskaupum gær. Annars vegar er um að ræða forval fyrir hönnun sjúkrahótels og bílastæðahúss og hins vegar fyrir hönnun meðferðarkjarna og rannsóknarhúss. Sex hópar skiluðu gögnum fyrir hönnun sjúkrahótels og bílastæðahúss, en það voru Hnit verkfræðistofa hf., Kos, Arkitektastofan OG ehf. og Vsb verkfræðistofa ehf., Mannvit hf., Corpus og Verkís hf. Fimm hópar skiluðu gögnum fyrir hönnun meðferðarkjarna og rann- sóknarhúss, en það voru, Mannvit hf., Corpus 2, Verkís hf., Kos og Sal- us. Miðað er við að niðurstaða forvals- ins verði kynnt 21. ágúst en þá mun verða ljóst hvaða þátttakendur uppfylla kröfur forvalsgagna. Undirbúningur vegna fyrsta áfanga uppbyggingar við Hringbraut hefur nú staðið um þónokkurt skeið, en nóvember lauk SPITAL hönnunarteymið við forhönnun heildarverkefnisins. SPITAL vann einnig tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Landspítalareit sem tók gildi 4. Apríl.