
Staðan á Rannsóknahúsinu
Vinna við undirstöður er í góðum gangi og á áætlun. Verktaki hefur unnið við að hreinsa klöpp og steypa ásteypulag undir undirstöður sem er að mestu komið.
Framkvæmdin er nú komin í fullan gang og verktakinn mun á næstunni miða að því að klára undirstöður mannvirkisins. Í maí má því gera ráð fyrir að vinna við fyrstu veggina og súlur fari af stað samhliða vinnu við undirstöður.