
Starfsmenn frá Veitum í kynnisferð
Nýlega komu starfsmenn frá Veitum í kynnisferð og fengu kynningu á verkefnum Nýs Landspítala hjá Gunnari Svavarssyni, framkvæmdastjóra, og Gísla Georgssyni á tækni – og þróunarsviði.
Síðan var farið í skoðunarferð um framkvæmdasvæðið undir leiðsögn Ásbjörns Jónssonar, sviðsstjóra framkvæmdasviðs, og Steinars Þórs Bachmann á framkvæmdasviði.