
Styttist í afhendingu á fyrstu húsunum á vinnubúðareit
Fyrstu húsin á vinnubúðareit verða afhent á morgun en þar munu rísa gámabúðir sem eru um 30 hús, matsalur, eldhús og hreinlætisaðstaða.
„Í dag erum við að aðstoða Terra við að leggja niður frárennslislagnir sem munu tengjast eldhúsinu.
Við erum að klára að setja niður grunnlagnirnar svo að það sé hægt að koma með húsin. Snókur verktakar aðstoða okkur við þennan þátt verksins.Það er von á um sjö húsum á morgun og hvert hús er um 14,4 fermetrar.
Þá hefst vinna við samsetningu á þeim þ.e. fyrsta holl strax í birtingu í fyrramálið", segir Magnús Magnússon byggingameistari hjá Terra verktökum.